Fjallaskíðanámskeið fyrir stelpurnar

Það er að mörgu að huga þegar kemur að ferðalögum í fjalllendi á veturna. Þetta námskeið er hugsað fyrir skíða- og brettastelpur sem eru að stíga sín fyrstu skref í fjallaskíðamennsku.

Meðal annars verður farið yfir snjóflóðabjörgun, leiðaval í fjalllendi, veður, skíðatækni og skíðuð fjöll í faðmi vestfirskrar náttúru með faglærðum skíðaleiðsögumanni Borea.

Gert er ráð fyrir þremur fullum skíðadögum auk undirbúnings og snjóflóðabjörgunar á fyrsta degi. 

Kennari er heimamaðurinn og fjallaskíðaleiðsögumaðurinn Örvar Dóri Rögnvaldsson. Örvar er menntaður ACMG skíðaleiðsögumaður frá Kanada með margra ára reynslu frá Vestfjörðum, Tröllaskaga og víða erlendis. 

Helstu þættir námskeiðsins:

1. Öryggi og fagmennska.
2. Hafa gaman.
3. Auka þekkingu á fjallaskíðamennsku
4. Veður og snjóflóðaspá.
5. Skipulagning.
6. Leiðarval, hættumat og aðstæður. 

 

Dagsetningar: 

2. - 5. Apríl

7. - 10. Aprlíl 

Verð: kr. 76.600 á mann.

Innifalið:

Þátttaka í námskeiði, gisting í þrjár nætur, morgunmatur og kvöldmatur og skutl í byrjun og lok dags.

Ekki innifalið: Ferðir til og frá Ísafirði og nesti yfir daginn.

Dagur 1

Við hittumst kl. 15:00 í skemmu Borea á Mávagarði C. Ef einhverjir ætla að leigja fjallaskíðabúnað, er nauðsynlegt að mæta a.m.k. klukkutíma fyrr.

Við byrjum á að fara yfir búnaðinn og bakpokann áður en við höldum út og förum í stutta skíðaferð og síðan í kennslu í snjóflóðabjörgun.

Dagur 2-4

Við munum velja frábærar skíðaleiðir miðað við aðstæður og hóp og læra m.a. eftirfarandi:

• Veður og snjóflóðaspá.

• Hvernig á að skipuleggja daginn

• Leiðarval upp og niður.

• Göngutækni og tempó.

• Sjónrænt hættumat.

• Síbreytilegar aðstæður.

• Grunn rötun í fjalllendi.

• Hugarfar og markmið

 

 

 

 

Skíði/Bretti:

 • *Skíði/splittbretti og bindingar með göngustillingu.
  • Mælum með skíðum sem eru 90-110mm í mitti.
 • *Skinn
 • *Skíðabroddar.
 • *Stafir
 • *Klossar
  • Helst með göngustillingu.
 • *Ýlir
  • Stafrænn þriggja loftneta!
  • Nýjar rafhlöður!
 • *Skófla
  • Samanbrjótanleg úr málmi.
 • *Stöng
  • Samanbrjótanleg snjóflóðastöng.
 • Hjálmur, Gogglur, *Gleraugu
 • *30/40l Bakpoki

 

Föt:

 • *Skíðasokkar, gammó og ullarbolur
 • *Léttur Jakki og buxur.
  • Andar vel og gott að labba í.
  • Passa yfir klossa.
 • *Vatnsheldur jakki og buxur.
  • T.d. Gore tex.
 • Hlýir jakkar
  • Einn þunnur/*Einn þykkur
 • *Hanskar x2, *Húfa/Buff.

 

Annað Dót:

 • *Snjallsími
 • Snjallúr
 • GPS
 • Höfuðljós
 • *Nesti og Vatnsflaska
 • *Sólarvörn
 • *Persónulegt skyndihjálpardót. (t.d. sérstök lyf)

 

Það er hægt að leigja skíða- og snjóflóðabúnað á staðnum.

*Verður að vera með!

 

Mælum með að fólk prófi búnaðinn fyrir námskeið. Setja skíði/bretti og klossa út skíða- í göngustillingu sem dæmi.

Ég er ekki góð á skíðum, get ég verið með?

Ef þú treystir þér til að ganga marga kílómetra á dag á fjöllum og skíða níður svörtu brekkurnar á skíðasvæðinu þá verður þetta ekkert mál.

 

Hvar á ég að gista?

Hótel Ísafjörður býður uppá gistingu og er það innifalið í verðinu.

 

Ég þarf ekki gistingu fyrir vestan, er annað verð fyrir mig?

Það er ekki annað verð. Pakkinn er seldur eins og hann er.

Loading...
Check out some moments from Fjallaskíðanámskeið fyrir stelpurnar