Hópatilboð

Við ætlum að bjóða upp á nokkrar ferðir á sérstökum hópatilboðum í sumar. Þessi tilboð henta vel fyrir fjölskyldur eða vinahópa sem vilja ferðast um landið í sumar. Við hlökkum til að sjá þig fyrir vestan!

Þrír dagar á eyðislóðum

Hornstrandir eru afskekktasta svæði Íslands og býður upp á einstaka náttúruuplifun. Komdu með okkur til að kynnast helstu perlu Hornstranda, Hornvík.

Þrír dagar í Jökulfjörðum

Fullkomin ferð fyrir alla, hvort sem þig langar til að slaka á og njóta kyrrðarinnar, labba á fjöll eða fara á kajak. Þessi ferð er mjög sveigjanleg og fjölbreytt afþreying í boði.

Þvert yfir Vestfirði

Þveraðu Vestfirði frá norðri til suðurs í góðra vina hópi. Frábær þriggja daga ferð yfir Glámuhálendið sem endar í náttúrulauginni í Vatnsfirði á Barðaströnd.