Skíðaferð í Jökulfirði

Mjög fáir hafa komið í Jökullfirði að vetri til og hér er gefst fólki færi á að upplifa þetta magnaða svæði í vetrarbúningi. 

Brottför frá Ísafirði (Sundahöfn) kl 9:30 með farþegabátnum Bjarma. Mæting er fimmtán mínútum fyrir brottför. Siglingin tekur um klukkutíma hvora leið. Verið vel búin. Áætluð heimkoma er milli 19:00 og 20:00.

Ekki er nauðsynlegt að vera á fjallaskíðum. Gönguskíði með stálköntum duga alveg. Siglt verður í Veiðileysufjörð og gengið og skíðað yfir að eyðibýlinu Kvíum þar sem verður Aprés Ski að hætti hússins!

Verð: kr. 17.900 á mann

Innifalið: Bátsferð fram og til baka, leiðsögn og hressing í Kvíum að lokinni ferð.

Lágmarksfjöldi: 6 manns. 
Hámarksfjöldi: 18 manns. 

Ekki innifalið: Skíðabúnaður en hægt er að leigja skíðabúnað fyrir daginn á kr. 8.000 á mann. Vinsamlegast hafið samband með a.m.k. dags fyrirvara til að leigja búnað. 

 

Siglt verður inn í botn Veiðileysufjarðar og farið í land að Karlsstöðum. Gengið verður upp Karlsstaðadalinn og upp á hásléttuna milli Veiðileysufjarðar og Lónafjarðar. Þar ætti að vera gott útsýni niður í Rangala í Lónafirði sem er fegurstur fjarða. Möguleiki á að skíða áleiðis niður í Lónafjörðinn. 

Af brúninni er langt og þægilegt rennsli niður að Kvíum sem er mynni Lónafjarðar. Þar verður gott að hvíla lúna leggi og fá sér kaffisopa. 

Lagt verður af stað til Ísafjarðar um kl. 17:00 og komið í höfn rúmum klukkutíma síðar. 

 

Útbúnaðarlisti

  • Hlý föt sem henta íslenskum vetri
  • Allur skíðabúnaður (skíði, skinn, stafir og skór). Ekki er gott að vera á snjóbretti í þessari ferð.
  • Snjóflóðaútbúnaður (skófla, ýlir og stöng). Við getum mögulega leigt ykkur slíkan búnað fyrir kr. 3.500 fyrir daginn. 
  • Nesti og heitt á brúsa. 

 

  • Hlý föt sem henta íslenskum vetri
  • Allur skíðabúnaður (skíði, skinn, stafir og skór). Ekki er gott að vera á snjóbretti í þessari ferð.
  • Snjóflóðaútbúnaður (skófla, ýlir og stöng)
  • Nesti og heitt á brúsa. 
Loading...
Check out some moments from Skíðaferð í Jökulfirði