Fjallaskíðaferð í Jökulfirði - Ski Touring in Glacier Fjords

Brottför frá Ísafirði (Sundahöfn) kl 9:30 með farþegabátnum Bjarnarnesi. Mæting í Bræðraborg hálftíma fyrir brottför. Siglingin tekur um klukkutíma hvora leið. Verið vel búin. Áætluð heimkoma er milli 19:00 og 20:00.

Áætlað er að fara inn í Veiðileysufjörð eða Lónafjörð og njóta fjalladýrðarinnar

Verð: kr. 27.900 á mann
Innifalið: Bátsferð fram og til baka, leiðsögn og nesti. 

Lágmarksfjöldi: 6 manns. 
Hámarksfjöldi: 14 manns. 

Ekki innifalið: Skíðabúnaður en hægt er að leigja skíðabúnað fyrir daginn á kr. 8.000 á mann. Vinsamlegast hafið samband með a.m.k. dags fyrirvara til að leigja búnað. 

Nauðsynlegt er að allir þátttakendur séu með ýli, skóflu og snjóflóðastöng. Hægt er að leigja það hjá okkur fyrir kr. 3.500.

 

  • Hlý föt sem henta íslenskum vetri
  • Allur skíðabúnaður (fjallaskíði, skinn, stafir og skó)
  • Eins er auðvitað hægt að koma með snjóbretti
  • Snjóflóðaútbúnaður (skófla, ýlir og stöng)
  • Drykkir. Best er að hafa heitt á brúsa
Loading...
Check out some moments from Fjallaskíðaferð í Jökulfirði - Ski Touring in Glacier Fjords