Sumartilboð

Okkur langar að bjóða íslendingum að ferðast með okkur í sumar á tilboðsverðum og ættu allir sem þyrstir í útivist og íslenska náttúru, að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Vestfirðir eru oft kallaðir best geymda leyndarmálið í íslenskri ferðaþjónustu og okkur langar að segja ykkur leyndarmál...!

Dagsferð á Hornstrandir

Frábær gönguferð í Jökulfjörðum með kvöldmat á eyðibýlinu Kvíum. Sérstakt hópatilboð. 

Dagsferð á Hornstrandir

Þessi ferð er frábær leið til að upplifa Hornstrandir á einum degi. Gengið er frá Veiðileysufirði, yfir Kvíadalinn í Kvíar í Jökulfjörðum. 

 

 

Frá fjalli til fjöru

Frábært tækifæri fyrir þá sem vilja prófa fjallahjólreiðar með vönum leiðsögumanni. Hjólaðir eru gamlir slóðar milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur. 

Kajakferð á Pollinum

Frábær ferð fyrir byrjendur sem lengra komna á Pollinum á Ísafirði. Mikið fuglalíf og oft sjáum við seli spóka sig. 

Kajakferð fyrir fjölskylduna

Skemmtileg kajakferð um Pollinn á Ísafirði þar sem öll fjölskyldan getur notið þess að upplifa ný ævintýri saman. 

Kajakferð í Ísafjarðardjúpi

Þessi þriggja daga kajakferð býður upp á einstakt tækifæri til að upplifa Ísafjarðardjúp í allri sinni dýrð, í ró og næði frá skarkala og mannmergð.