Áætlun 2020

 

Hér er bátaáætlun Bjarma fyrir sumarið 2020. Vinsamlegast hafðu samband við okkur ef þú vilt leigja bátinn fyrir hópa eða finnur ekki bátsferð sem hentar þinni ferðaáætlun. Taflan sýnir brottfarartíma frá Ísafirði. Ef þú ert að bóka heimferð, þá ættir þú að miða við að vera tilbúinn í fjörunni um klukkutíma eftir að báturinn leggur af stað frá Ísafirði. Þetta á við um  flesta áfangastaði nema Hornvík, en þar er nóg að vera tilbúinn um það bil tveimur klukkustundum eftir að báturinn leggur af stað frá Ísafirði.

En hafðu það hugfast að báturinn gæti verið á þínum stað aðeins seinna, það fer eftir bókunum þann daginn. Hann gæti t.d. þurft að stoppa fyrst á Látrum vegna fjölda gesta, svo eðlilega verður hann seinna Sæbólsmegin og biðin orðið meiri en klukkutími. Svo, ekki örvænta ef báturinn er ekki á þínum stað 1,5-2 klukkustundum eftir að hann leggur af stað frá Ísafirði. Við munum sækja þig ef þú átt bókað með Borea Adventures...! Við biðjum líka gesti okkar um að aðstoða áhöfnina við að afferma bátinn, hafa eftirlit og auga með sínu dóti og passa að það komi allt í land. Það er ekki gott að vera gas- eða tjaldlaus í óbyggðum.

Smelltu hér til að sjá myndir af bátnum Bjarma Ís

Athugið að tímar í töflunni hér að neðan eru brottfarartímar frá Ísafirði, ekki brottfarartímar  frá öðrum áfangastöðum þegar farið er til baka til Ísafjarðar.

 

Áfangastaðir Verð Mánud. Þriðjud. Miðvikud. Fimmtud. Föstud. Laugard. Sunnud. 
 Aðalvík 12.900       16:00       16:00
 Veiðileysufjörður 12.900 16:00  09:00/16:00  09:00/16:00      16:00 16:00  09:00
 Hesteyri 12.900 16:00   9:00  9:00  9:00    16:00  
 Grunnavík 12.900     16:00    16:00     
 Hornvík
16.900 9:00         9:00  

Aukfarangur

Vinsamlegast athugið að við rukkum aukalega fyrir mikinn farangur og stærri hluti eins. Það er vegna þess að mikill tími getur farið í að afferma bátinn þar sem aðstæður eru oft erfiðar. Hver ferð getur lengst um rúman klukkutíma ef það er mikill farangur. Báturinn er þyngri, eyðir meiri olíu og mannalaun eru hærri. Við biðjum ykkur að virða það og láta okkur vita ef þið eruð að flytja byggingarefni eða álíka. Oft getum við stillt af flutninga ef við vitum um magn í tíma. Ef þú ert að ferðast td með: kajakbúnað, þungan ljósmyndabúnað eða tjaldbúðir þá rukkum við 4000 krónur fyrir hverja aukatösku. einnig rukkum við 4000 kr fyrir hunda og förum fram á að þeir séu í búri sé þess kostur.  

 

* VINSAMLEGAST ATHUGIÐ!

Báturinn okkar Bjarmi ferð frá Ísafjarðarhöfn á tímunum í töflunni hér að ofan. Við getum ekki sagt þér nákvæma hvenær hann kemur á ákvörðunarstað, því það fer eftir því hve marga áfangastaði báturinn er að fara á á tilteknum degi, veðurskilyrðum, magn farangurs osfrv.

Verðin miðast við aðra leið. 

Ef þú leigir bát hefur þú aðeins frjálsarsi hendur um magn farangus og fjölda gesta. Hámarksfjöldi er 20 gestir.  

Börn allt að 4 ára ferðast frítt. 50% afsláttur fyrir börn á aldrinum 4 til 12 ára.

Vinsamlegast vertu við bryggjuna 20 mínútum fyrir brottför. Vinsamlegast vertu í sambandi ef þú ert með mikinn farangur.

Að síðustu minnum við á reglur frá Sóttvarnarlækni um umgengni um borð í farþegabátum sumarið 2020. 

Viðskiptavinir reyni að virða tveggja metra regluna. Fólk haldi kyrru fyrir innan síns hóps um borð í bátnum á meðan á siglingu stendur og reyna að blanda hópum ekki saman.

Hver hópur þarf að halda aðskilnaði frá öðrum hópum og sjá um sinn búnað og að búnaður blandist ekki.  

Skipsstjóri og áhöfn þarf sérstaklega að gæta að því að halda sig frá farþegum. Svo þarf að auka þrif um borð.  Þrífa snertifleti áður en nýir farþegar koma um borð á öllum viðkomustöðum.

 

 

Allar áætlunarferðir

Aðalvík

Aðalvík

Aðalvík er einn fallegasti staður friðlandsins á Hornströndum. Víkin er vestasta víkin á Hornströndum, milli Straumnesfjalls til norðurs og Darra til suðurs.   

Grunnavík

Grunnavík

Útdráttur 

Hesteyri

Hesteyri

Útdráttur 

Hornvík

Hornvík

Útdráttur 

Veiðileysufjörður

Veiðileysufjörður

Útdráttur