Á eigin vegum

Sumum finnst betra að ferðast á eigin vegum í góðra vina hópi. Þá ræður maður ferðahraðanum, hvenær á að taka pásu og hvort ekki sé komin tími á að grilla! Við bjóðum upp á gistingu í tjaldbúðunum í Hornvík og í eyðibýlinu á Kvíum í Jökulfjörðum, sem hefur veirð gert upp eftir kúnstarinnar reglum. Síðan er hægt að nýta  Eins getum við sett saman aðra möguleika á slíkum ferðum fyrir hópa. 

Gisting í Kvíum í Jökulfjörðum

Fullkominn staður til að njóta friðlandsins og góðrar gistingar í stórbýlinu Kvíum byggt 1921.

Gisting í Hornvík Kampi

Hornvík er sannarlega ein af perlum friðlandsins. Það er enginn venjuleg útilega að gista í tjaldbúðunum okkar. Réttara væri að kalla það glæsilegu!

Dagur á Hesteyri

Njóttu náttúru og sögu Hesteyrar og nágrennis á eigin vegum. Bátsferðir, göngukort og samantekt á sögu svæðisins fylgir með hverri bókun.